Utanríkisráðherra Íslands velti því fyrir sér hvort um árásir hafi verið að ræða á flóttamannabúðirnar Jabaliya á Gaza. En fyrir utan öll þau börn – í kringum 3.500- sem létust í árásunum- eru svo mörg börn alvarlega særð -í kringum 6.800- að til er skammstöfun til að vísa til þeirra, særðra, heimilislausra, munaðarlausra: WCNSF, fyrir ,,Wounded Child No Surviving Family„.
Læknar án landamæra birta viðtal við lækni sem Dr. Tanya Haj-Hassan biðlar til heimsins að sýna miskunn og lýsir hræðilegri aðstöðu eða aðstöðuleysi lækna og hjúkrunarfólks á svæðinu: Ómannúðlegt og óbærilegt.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, birtir yfirlýsingu um árásirnar og krefst vopnahlés án tafar í ljósi mannúðar. Í yfirlýsingunni kemur fram að tvær árásir á búðirnar hafir leitt til dauða um 3.500 barna og 6.800 særðra barna en heimili fólks hafa verið jöfnuð við jörðu og heilu fjölskyldurnar látið lífið. „Þessar tvær árásir á búðirnar eiga sér stað í kjölfar 25 daga af sprengjuárásum og hryllilegum átökum á Gaza sem leitt hafa til dauða 3.500 barna. Meira en 6.800 börn hafa særst sem jafngildir 400 særðum börnum á dag, í 25 daga samfleytt. Þetta ástand má ekki verða samþykkt sem hið nýja viðmið,“ segir UNICEF.
„Flóttamannabúðir eru gerðar fyrir fólk og óbreytta borgara sem neyðist til þess að flýja heimili sín. Þessir einstaklingar eiga rétt á að njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Því ber ágreiningsaðilum skylda að virða og vernda fólk sem þar dvelur fyrir öllum árásum,“ segir í yfirlýsingunni.
„Árásir af þessari stærðargráðu á þéttbýl íbúðarhverfi eru algjörlega óviðunandi. Fólk á flótta nýtur sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum og ber stríðandi fylkingum að fara eftir þeim“.
ÞÚ GETUR STUTT NEYÐARSÖFNUN UNICEF Á ÍSLANDI FYRIR BÖRN VEGNA ÁTAKANNA Á GAZA
Sendu SMS-ið NEYD í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur (Síminn, Hringdu, Nova).
Frjáls framlög: 701-26-102015 Kennitala: 481203-2950