Að varpa kjarnorkusprengju á Gasa er „einn möguleiki,“ sagði ráðherra þjóðararfs

Á sunnudagsmorgun svaraði Amichai Eliyahu, ráðherra þjóðararfs í Ísrael, spurningu um hvort hægt væri að varpa kjarnorkusprengju á Gasa með því að það væri „einn möguleikanna í stöðunni“. Þetta var í útvarpsviðtali. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra landsins, brást við ummælunum á X/Twitter með því að segja þau ekki „byggða á raunveruleika,“ enda störfuðu ríkið og her þess „í samræmi við hæstu viðmið alþjóðalaga um að forðast tjón meðal óbreyttra borgara“ og það myndu þau gera allt til sigurs.

„Engir óbreyttir borgarar“

Eliyahu er meðlimur í Otzma Yehudit, flokki öfga-þjóðernissinna, og samstarfsflokks Likud í ríkisstjórn Ísraels. Í sama viðtali sagði hann að á Gasa væru „engir óbreyttir borgarar“ og að „við hefðum aldrei veitt nasistum mannúðaraðstoð.“ Seinna um daginn fullyrti hann að öllum mætti vera ljóst að ummæli hans um beitingu kjarnorkuvopna hefðu verið „líkingamál.“

Varnarmálaráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fordæmdi „tilhæfulaus ummæli“ Eliyahus, og bætti því við að það væri „gott að hann ræður ekki öryggismálum Ísraels.“

Yair Lipid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fór fram á að Eliyahu yrði umsvifalaust rekinn úr ríkisstjórninni, og fordæmdi „sláandi, brjálæðisleg ummæli frá óábyrgum ráðherra.“ Víða var gert ráð fyrir að svo yrði, og einhverjir fréttamiðlar greindu ranglega frá því að Netanyahu hefði rekið Eliyahu úr stjórninni. Raunin var hins vegar sú, að því er fram kemur í Jerusalem Post, Politico og víðar, að Eliyahu var aðeins vikið frá ríkisstjórnarfundum að sinni, en heldur embætti sínu og atkvæðisrétti.

Ekki einangruð ummæli

Tveimur dögum áður, á föstudag, hafði Eliyahu látið frá sér ummæli á Twitter um tortímingu heillar borgar, með skírskotun til Gasa-borgar, annars vegar, en Biblíusögunnar af Sódómu og Gómorru, hins vegar.

Víða er gert ráð fyrir að Ísraelsríki hafi yfir kjarnorkuvopnum að ráða. Það hefur þó aldrei verið opinberlega staðfest og ríkið ekki framkvæmt kjarnorkutilraunir fyrir opnum tjöldum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí