Hópur íslensks listafólks boðaði til mótmæla við Hörpu í dag, laugardag, í tilefni hins umdeilda viðburðar sem er ráðgert að hefjist nú kl. 16 síðdegis, þar sem Hillary Clinton, glæpasagnahöfundur og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanleg á svið.
Tugir þátttakenda, sveipaðir hvítum klæðum, komu saman kl 15:30, lögðust á gólfið í anddyri Hörpu, og lágu þar kyrr til að minna á mannfallið á Gasa, undir árásum Ísraelshers. Skömmu síðar stóðu þau upp og hófu hefðbundnari mótmæli, hrópuðu þau slagorð sem heyrst hafa um allan heim undanliðnar vikur: Free free Gaza, Ceasefire Now, Boycott Clinton, ásamt slagorðum á íslensku: Vopnahlé strax og Frjáls Palestína.
Icelandic Artists for Palestine eða Íslenskir listamenn fyrir Palestínu er heitið á hópnum sem stóð að mótmælunum og virðist hafa verið stofnaður nú í haust. Hópurinn hefur áður staðið fyrir hliðstæðum mótmælaaðgerðum í Kringlunni.
Svipmyndir frá mótmælunum
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.