Vísvitandi blekking eða misskilningur?

,,Þau vissu ekki að þau væru að skrifa undir eigin dóm, jafnvel dauðadóm“ segir einn Venesúela í biðstöðu á Íslandi í samtali við blaðamann Samstöðvar. En eins og kom fram á vef okkar í dag var á annað hundrað Venesúela vísað úr landi í nótt. Um var að ræða hóp fólks sem hafði nýlega verið synjað um landvistarleyfi og mátti því búast við að vera vísað burt.

En stjórnvöld virðast óvart eða vísvitandi hafa blekkt flóttafólkið og stefnt því í opinn dauðann. Flóttafólkið sem brottvísa átti skrifaði óvart undir yfirlýsingu um að það væri hættulegt heimalandi sínu þegar það hélt að það væri að kvitta fyrir fjárhagsaðstoð ríkisins við brottför.

Stór hópur fólksins þurfti að yfirgefa heimili sín og aðsetur í Grindavík og augljóst að enn meira óöryggi ríkir meðal þess samfélags en þeirra Íslendinga sem hafa þurft að yfirgefa bæinn sinn. Og nú bætist enn á óvissuna og óttann: Er verið að blekkja okkur?

Í ljósi yfirvofandi ógnar jarðarelda er spurning hvort Íslendingar eigi auðveldara með að setja sig í spor fólks á flótta, jafnvel þótt ekki bíði þeirra hermenn við heimkomu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí