Ekki hægt að hunsa að gosskeið á Reykjanesi gæti varað í áratugi: „Þarf tala tæpitungulaust um hlutina“

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum gosið sem hófst við Grindavík, frekar en síðustu  þrjú gos þar á undan á síðustu árum. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir að Íslendingar verði að átta sig á því að þetta er ástand sem er að öllum líkindum komið til að vera. Og líklegast er að þetta versni áður en það skánar.

„Stundum finnst mér vanta að fólk átti sig á því að við erum að öllum líkindum að upplifa blábyrjun á gosskeiði á Reykjanesi sem kann að standa lengi, í áratugi, jafnvel aldir. Það er eins og fjögur gos á þremur árum hafi ekki dugað til að vekja almennilega til vitundar um þetta. Ef til vill er þetta bara svo erfið hugsun að best sé að hunsa hana. Það gengur ekki,“ segir Kristinn á Facebook.

Hann leggur til að staðan verði metin af alvöru, en þó með of mikilli hörku. Þannig finnst honum eðlilegt að Grindvíkingar fái að halda jól á sínu heimili áður en ákvörðun er tekin með framhaldið. „Það þarf hins vegar nálgun sem er e.k. blanda af alvöru og æðruleysi. Hlutverk stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, á að vera að upplýsa alla sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eins vel og mögulegt er. Það þarf að gera áhættumat fyrir alla innviði en einnig öll þéttbýlissvæði, Vellina, Vogana, Njarðvík og svo framvegis og tala tæpitungulaust um hlutina. Það þarf einnig að gefa fólki svigrúm til þess að gera eigið áhættumat, útfrá eigin hagsmunum. Við þurfum að sýna vissa alvöru gagnvart öflum náttúrunnar og við þurfum að sýna fólki virðingu og leyfa því að taka eigin ákvarðanir. Til dæmis teldi ég rétt að hver og einn Grindvíkingur ætti að ráða því sjálfur hvort hann/hún/hán eyðir jólunum á heimili sínu. Yrði á eigin ábyrgð, vitaskuld,“ segir Kristinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí