Frá 2014 til 2021 jókst fátækt barna nær hvergi eins hratt og á Íslandi

Í gær, miðvikudag, kynnti UNICEF nýja skýrslu um fátækt barna í 39 löndum. Meðal helstu niðurstaðna sem samtökin vekja athygli á er að þrátt fyrir að fátækt barna hafi minnkað víðast hvar í heiminum, frá 2014 til 2021, þá jókst hún verulega, eða um yfir 10%, í fimm löndum: í Frakklandi, Bretlandi, Sviss, Noregi – og á Íslandi. Aukning fátæktar á Íslandi var raunar sú næstmesta í heiminum á tímabilinu.

Í skýrslunni kemur fram að í Póllandi, Slóveníu, Lettlandi og Litháen hafi náðst merkilegur árangur í að draga úr fátækt barna á undanliðnum árum. Sömu sögu megi segja, utan Evrópu, um Kóreu, Kanada og Japan. Í mörgum löndum hafi hins vegar fátækt barna því miður staðið í stað. Og í örfáum hafi hún aukist verulega. Þar ber hæst fyrrnefnd fimm lönd, þar sem fátækt barna jókst um 10% á tímabilinu: mest í Bretlandi, næstmest á Íslandi.

Stöplarit úr skýrslu UNICEF: af löndunum 39 jókst fátækt meðal barna mest í Bretlandi á umræddu tímabili, en næstmest á Íslandi.

Fátækt er útbreiddari meðal barna á Íslandi en í Noregi, Finnlandi og Danmörku: 12,4% íslenskra barna teljast fátæk, en 9,9% í Danmörku, 10,1% í Finnlandi og 12,0% í Noregi. Svíþjóð sker sig úr meðal Norðurlandanna að þessu leyti, en þar mælist barnafátækt nú 18,0%. Þar fer hún aftur á móti lækkandi. Það er að því leyti sem sérstaða Íslands er algjör á Norðurlöndunum og nokkur þó víðar væri leitað: að hér eykst fátækt meðal barna, hratt. Nánar til tekið hækkaði hlutfall fátækra barna hér á landi um 11% milli rannsókna. Aðeins í einu landi jókst fátækt barna meira, eins og nefnt er að ofan: í Bretlandi, um 19,6%.

Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi er barn sem býr með aðeins einni forráðamanneskju yfir sexfalt líklegra til að lifa í fátækt en önnur börn. Víða er munur á kjörum barna eftir fjölskyldugerð en óvíða meiri en hér.

„Fátækt meðal barna er mjög háð áhrifum af aðgerðum stjórnvalda,“ segir í inngangsorðum skýrslunnar. „Mikilvægur lærdómur sem dreginn var af efnahagslægðinni 2008–2010 var að með réttri tegund aðgerða til að draga úr fátækt má verja börn frá skaðlegum kreppuáhrifum.“

Heimild: skýrsla UNICEF um fátækt barna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí