Spillingin sem Össur náði að stöðva endurvakinn hjá Bjarna

Það hefur lengi þótt vinsælt að gagnrýna ríkisstjórnina sem sat á árunum 2009 til 2013, enda steig hún mörg feilspor. En þrátt fyrir að standa frammi fyrir þeirri erfiðu stöðu að taka til eftir efnahagshrun þá tókst henni að klára mörg þjóðþrifamál. Vandinn er að í mörgum tilvikum snerust þau um að þrífa upp áratuga spillingu Sjálfstæðisflokksins og var því svolítið ósýnileg. Því má líkja við að ef skyndilega er farið að þrífa á vinnustað þínum, þá ertu fljótlega farinn að venjast því og telur það bara eðlilegt. En um leið gleymirðu að áður var venjan að sorp flæddi um alla ganga.

Þannig er staðan í Utanríkisráðuneytinu en Illugi Jökulsson greinir frá því í pistli sem birtist í Heimildinni að bak við tjöldin hafi margir legið á húninum hjá Össuri Skarphéðinssyni í von um að fá sendiherrastöðu í skiptum fyrir flokkshollustu sína. Því hafi hann ávallt neitað og einungis veitt fagfólki slíkar stöður. Nú er Bjarni Benediktsson orðinn utanríkisráðherra og augljóslega drullusama um pólitíska framtíð sína svo hann ákveður að endurvekja þessa spillingastefnu með því að gera aðstoðarmann sinn að sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Sem er svo sem skárra en að gera hestinn sinn að ráðherra, eins og Kalikúla í Róm, en þó ekki langt frá því.

„Þótt Össur hafi aldrei viljað um það tala, þá segja mér heimildir mínar djúpt, djúpt innan úr utanríkisráðuneytinu á þessum árum að sér í lagi síðustu daga þeirrar ríkisstjórnar þá hafi beinlínis legið á húninum hjá Össuri allskonar brottfallnir pólitíkusar og silkihúfur (úr mörgum flokkum og valdakimum samfélagsins) og reynt að grenja út sendiherrastöður, en hann lét sig hvergi og öll fóru þau erindisleysu,“ skrifar Illugi.

Þetta voru slík þjóðþrif að þó hann hafi ekki verið lengur en fjögur ár utanríkisráðherra þá hefur sú spilling að skipa flokksgæðinga í sendiherrastöður að mestu horfið síðan þá. Það eru helst tvö dæmi um annað síðan þá og það er lýsandi fyrir hvaða flokka þeir men höfðu starfað. Annars vegar er það Sjálfstæðismaðurinn Geir Haarde og hins vegar Vg-arinn Árni Þór Sigurðsson. Aftur er það lýsandi fyrir samskipti þessa tveggja flokka að Vinstri græn fá ekki að taka sama þátt í spillingunni og vitorðsmenn þeirra. Árni Þór var nefnilega sendiherra í Rússlandi og er kominn aftur heim eftir skipun frá Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, vonarstjóru Sjálftæðismanna. Þannig að meira að segja í spillingu ná Sjálfstæðismenn að niðurlægja VG.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí