„Við erum nú þegar búnir að vinna gullið á EM. Við unnum það með þátttöku okkar hér og jafnteflinu við Norðmenn,“ segir Færeyingurinn Jákup Sorensen í samtali við Samstöðina.
Færeyingar keppa við Pólland á EM í handbolta í Þýskalandi í dag. Ef nokkur þjóð er uppteknari af mótinu en Íslendingar, eru það vinir okkar í suðri.
Aldrei hafa Færeyingar áður náð inn á stórmót í handbolta. Fæstir bjuggust við árangri. En eftir naumt tap í fyrsta leik og jafntefli við Norðmenn um helgina, verður ekki annað sagt en að Öskubuskuævintýri sé orðið að veruleika.
Ef Færeyingar sigra Pólverja er möguleiki á að þeir haldi áfram keppni í milliriðli. Hinn ungi Elias Ellefsen á Skipagøtu hefur farið á kostum. Á myndinni skorar hann jöfnunarmarkið gegn Norðmönnum.
Um tíundi hvers Færeyingur er kominn til Þýskalands að styðja liðið. Setja þeir mikinn svip á mótið að sögn Jákups og ríkir gleði og stemmning í færeyskum herbúðum.
Engin spurning er að fjöldi Íslendinga mun styðja Færeyinga í leiknum á eftir, ekki síður en okkar eigin þjóð.