Ævintýri Færeyinga – jafnteflið gegn Norðmönnum þeirra gull

„Við erum nú þegar búnir að vinna gullið á EM. Við unnum það með þátttöku okkar hér og jafnteflinu við Norðmenn,“ segir Færeyingurinn Jákup Sorensen í samtali við Samstöðina.

Færeyingar keppa við Pólland á EM í handbolta í Þýskalandi í dag. Ef nokkur þjóð er uppteknari af mótinu en Íslendingar, eru það vinir okkar í suðri.

Aldrei hafa Færeyingar áður náð inn á stórmót í handbolta. Fæstir bjuggust við árangri. En eftir naumt tap í fyrsta leik og jafntefli við Norðmenn um helgina, verður ekki annað sagt en að Öskubuskuævintýri sé orðið að veruleika.

Ef Færeyingar sigra Pólverja er möguleiki á að þeir haldi áfram keppni í milliriðli. Hinn ungi Elias Ellefsen á Skipagøtu hefur farið á kostum. Á myndinni skorar hann jöfnunarmarkið gegn Norðmönnum.

Um tíundi hvers Færeyingur er kominn til Þýskalands að styðja liðið. Setja þeir mikinn svip á mótið að sögn Jákups og ríkir gleði og stemmning í færeyskum herbúðum.

Engin spurning er að fjöldi Íslendinga mun styðja Færeyinga í leiknum á eftir, ekki síður en okkar eigin þjóð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí