Hægri slagsíða á þingi og ríkisstjórn

Oddný Harðardóttir, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, var gestur við Rauða borðið á miðvikudagskvöldið. Þar voru einnig Álfheiður Ingadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir. Sem allar hafa verið kjörnar til alþingis.

Í samtalinu var rætt um bága stöðu vinstri flokka. Oddný sagði þar:

„Það sem er með þessa ríkisstjórn og allt þingið, að það er hægri slagsíða. Það vantar aðhald frá vinstri. Þess vegna er mikilvægt að vinstrimenn sem standa utan þingsins er að þeir nái í gegn fyrir utan þinghúsið með sín hjartans mál og komi þeim áleiðis til ráðamanna. Ég hef séð það takast en það verður að vinna í því. Vinstrisinnað fólk veðrur að koma sínum málum áfram við þessar aðstæður.“

Þinn flokkur er í forsætisráðuneytinu. Er Samfylkingin þá ekki vinstri flokkur?

„Samfylkingin er breiðfylking. Ég lít á mig sem vinstra megin í þeim flokki. Það vantar upp á að þau mái séu sett framar á dagskrá,“ sagði Oddný G. Harðardóttir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí