Allt undir í kvöld í viðureign við tröll frá annarri plánetu

Það verður áskorun að ná sigri gegn Ungverjum á EM í handbolta í kvöld, segir Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokka Fram. Hann telur þó að leikmenn íslenska karlalandsliðsins muni standast prófraunina og vinna leikinn.

Einar nefnir lykilmenn svo sem Aron Pálmason og Ómar Inga sem vonandi skili Íslandi áfram í milliriðil ásamt góðri frammistöðu Gísla Viktors í markinu. Mestu varði þó að leikmenn allir berjist sem lið og finni aukið öryggi í því sem á sér stað inni á vellinum.

Eftir miklar væntingar fyrir mót er ekki fjarri lagi að segja að hluti þjóðarinnar sé svartsýnn á hagstæð úrslit í kvöld. Frammistaðan til þessa hefur vægast sagt verið brokkgeng. Í raun er hundaheppni að þrjú stig séu í höfn en bót er í máli að baráttuandi íslensku leikmannanna skipti sköpum á síðustu sekúndum tveggja fyrstu leikjanna.

Það gæti ráðið úrslitum í kvöld hvernig íslensku vörninni tekst að ráða við línumanninn tröllvaxna Bence Bánhidi. Hann skoraði tíu mörk úr tíu skotum í síðasta leik. „Þessi maður er frá einhverri allt annarri plánetu,“ segir Einar um gæði ungverska línumannsins.

Einar segir að íslenska liðið hafi gert allt of marga feila. Ekki megi þó gleyma að þegar nýtt þjálfarateymi tekur við liði geti tekið tíma að stokka spilin.

„Ég skil vel að menn séu fyrir þennan leik í kvöld svartsýnni en fyrir mót. Það voru miklar væntingar en ég er bjartsýnn og hef enn mikla trú á liðinu, Snorri veit hvað hann er að gera,“ segir Einar og vísar þar til þjálfarans Snorra Guðjónssonar.

Tap í kvöld gæti þýtt að Ísland pakkar saman og hundskast heim. Með sigri gætum við aftur á móti spilað til verðlauna í mótinu þannig að allt er undir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí