Atvinnubílstjóri gripinn við glæfraakstur í Melasveit

Undir kvöld í gær veittu vegfarendur í Melasveit sendiferðabíl athygli með Taxa-hjálm á toppnum. Var bílnum ekið mjög hratt og gáleysislega.

Samkvæmt vitnum sem rætt hafa við Samstöðina fór ökumaður bílsins, sem ætla má að sé atvinnubílstjóri, a.m.k. í tvígang fram úr öðrum bílum við blindhæðir. Þurftu þeir sem á eftir komu að bremsa og hægja verulega á sér í hálku á veginum til að glæfraökumaðurinn næði sjálfur að sveigja aftur inn á eigin vegarhelming eftir framúrkeyrslurnar. Annars hefðu orðið árekstrar.

Glæfraakstri mannsins lauk þegar lögreglan sem var við radarmælingar nappaði manninn og stöðvaði bíl hans. Myndin er tekin rétt eftir að ferðalag ökumannsins tók enda.

Lögregluyfirvöld og Samgöngustofa hveta landsmenn til að fara sér rólega á sleipum vegum landsins nú þegar skyggni og birtuskilyrði eru með varasamasta móti. Verður að gera þá kröfu til atvinnubílstjóra að þeir séu öðrum ökumönnum fyrirmynd.

Óvenju mörg dauðsföll hafa orðið í umferðinni á þjóðvegum landsins í janúar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí