Dagur kveður og orðaður við forsetann

Dagur kemur og Dagur fer.

Sú er yfirskrift fundar sem Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til næsta mánudag.

Á fundinum gæti skýrst hvaða framtíðarplön Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar sér fyrir sér en samkvæmt málefnasamningi meirihlutaflokkanna lætur Dagur af embætti borgarstjóra um miðjan janúar. Hann var fyrst kjörinn borgarstjóri í október árið 2007 og hefur setið óslitið um langt skeið. Oddviti Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, tekur við embætti borgarstjóra á næstu vikum eftir stórsigur framsóknarmanna í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni vegna fundarins næsta mánudag segir: „Fundarefnið er einfalt: Hvernig skilur Dagur við borgina og hvert er borgin okkar að fara?“

Þegar samið var um að deila borgarstjórnarstólnum milli flokkanna tveggja varð mikil umræða hvort Dagur hygðist að loknum borgarstjóraferli að slást í för með Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar, sem ráðherraefni í næstu ríkisstjórn.

Eftir að Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrum ráðherra og oddviti samfylkingarfólks í Hafnarfirði, var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á síðasta landsfundi, töldu sumir stjórnmálaskýrendur ólíklegra en ella að Dagur færi fram til Alþingis. Hann hefur hingað til ekki viljað svara spurningum um það með afgerandi hætti en Samstöðin hefur sent Degi fyrirspurn þar um.

Umræða hefur síðustu daga orðið á samfélagsmiðlum hvort Dagur hyggist bjóða sig fram til forseta eftir að Guðni Th. ákvað um áramótin að segja skilið við Bessastaði fyrir sumarið. Hvort Dagur upplýsir um þau mál á fundinum á mánudag kemur í ljós.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí