Davíð kennir flóttafólki um lítið fylgi Sjálfstæðisflokksins

„Rík­is­stjórn­in hef­ur fyr­ir löngu gefið mál­efni „flótta­manna“ frá sér í hend­ur sér­legra áhuga­manna um þann mála­flokk og hafa fyr­ir löngu misst tök á mál­inu, sem hefn­ir sín núna. Það er búið að reyta upp hvern kima til þess að bregðast við. Stöðva verður þenn­an flaum, ekki síðar en strax, og taka hann úr hönd­um áhuga­manna og sér­vitr­inga,“ er skrifað í Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins, sem einkum eldri borgarar eru áskrifendur að.

Ætla má að Davíð Oddsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, haldi þarna á penna, ekki síst þar sem greining höfundar á ástandinu í Bandaríkjunum er í takt við málflutning Donald Trump, en Davíð er eldheitur aðdáandi og stuðningsmaður Trump.

„Banda­rík­in engj­ast öll vegna „lög­lausra“ flótta­manna í tíð Joes Bidens og verður það mál for­set­an­um erfitt í haust. Það mál hef­ur aldrei farið svo mjög úr bönd­un­um þar vestra eins og nú,“ stendur í Reykjavíkurbréfinu. „En miðað við íbúa­fjölda á hvor­um stað mun­ar furðulitlu. Það er eng­inn slík­ur straum­ur með flug­vél­um vest­ur. Ekki neinn. Það er aðeins á suður­landa­mær­um, þar sem vaða má yfir ár, úr Suður- og Mið-Am­er­íku og inn í Banda­rík­in. Flug­fé­lög­in eru sektuð vestra flytji þau „flótta­menn“. Það er ekki gert hér og vek­ur furðu. Við álpuðumst í Schengen-sam­starfið. Það voru meg­in­mis­tök. Um það var ágrein­ing­ur í rík­is­stjórn, en tveir fagráðherr­ar þar lögðu á það of­urkapp. Svo kom á dag­inn hvað að baki bjó. Þess­ir tveir áttu leynda drauma um að þrengja Íslandi inn í ESB hveð sem tautaði og raulaði.“

Ísland gekk í Schengen 1996, í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem Davíð leiddi. Í þeirri ríkisstjórn var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherrarnir. Þetta virðast vera þeir sem blinduðu Davíð, samkvæmt Reykjavíkurbréfinu, svo hann fattaði ekki hvað Schengen var.

„Dan­ir voru komn­ir í ógöng­ur, en höfðu mann­dóm til að streit­ast á móti,“ heldur Reykjavíkurbréfið áfram. „Sví­ar eru í hrein­um ógöng­um sem þeir munu lengi súpa seyðið af. Bret­ar hafa einnig misst sín tök og berj­ast um að fá málið lag­fært. En Frakk­ar, í hefnd­ar­skyni vegna Brex­it-út­göngu Breta, gera ekk­ert til að stemma stigu gegn því að „báta­flótta­menn“, sem glæpaklík­ur stjórna, leggi yfir Ermar­sundið og það þótt fjöldi manna hafi far­ist í þess­um leiðöngr­um. Í ná­granna­rík­inu Írlandi, sem er lítið land og fá­mennt, eru íbú­ar í bæn­um Rosslarce Har­bour komn­ir með upp í kok. Þegar fjórða hót­elið í bæn­um var tekið und­ir flótta­menn brugðust þeir loks við. „Nú er komið nóg.“ Írland hef­ur tekið á móti 100 þúsund flótta­mönn­um frá Úkraínu einni! Þeir sem andæfa því hvernig komið er og hvetja til still­ing­ar von­ast til að hófstillt kjör­orðið: „Nú er komið nóg“ dugi til þess að rík­is­stjórn­in, sem misst hef­ur vitið í þess­um efn­um, finni að minnsta kosti brot af því aft­ur.“

Höfundur bréfsins virðist því vera að leggja til að hætta verði að taka við flóttafólki frá Úkraínu, að landinu verði lokað. „Ekk­ert bend­ir hins veg­ar til þess að ís­lensk yf­ir­völd sjái að sér, áður en það verður um sein­an. Það er af mörg­um tal­in megin­á­stæða þess, að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur vind­inn í fangið um þess­ar mund­ir og er hann smám sam­an að breyt­ast í storm,“ endar höfundur sitt Reykjavíkurbréf.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí