Fordæmalaus reiði í garð Bjarna Ben

Utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson hefur með facebook-færslu sinni þar sem hann lýsir tjaldbúðum á Austurvelli sem hörmung sem losna ætti við í skyndi, vakið gríðarlega reiði meðal margra Íslendinga.

Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur sem ekki er vanur að taka stórt upp í sig um ráðamenn vandar Bjarna ekki kveðjurnar á facebook.

„Þetta er maðurinn sem olli þjóðinni ævarandi skömm með því að neita að greiða atkvæði með tafarlausu vopnahléi á Gaza. Þetta er maðurinn sem spurði „hvaða árás?“ þegar Ísraelsmenn réðust á flóttamannabúðir á Gaza. Þetta er maðurinn sem fæddist með silfurskeið í munni, maðurinn sem seldi í sjóði 9 á hárréttum tíma, maðurinn sem fékk hundruð milljóna afskrifaðar í hruninu, maðurinn sem seldi pabba sínum banka – valdamesti maður á Íslandi undanfarinn áratug,“ segrir Eiríkur um Bjarna.

„Nú ræðst hann gegn örvæntingarfullu fólki sem reynir að brýna íslensk yfirvöld til aðgerða á meðan ættingjar þess eru brytjaðir niður á Gaza. En það eina sem Bjarni hugsar um er að hann og félagar hans þurfi ekki að horfa upp á fólkið fyrir framan sig, hvað þá palestínska fánann, þegar þingið kemur saman. Í leiðinni notar hann tækifærði til að hnýta í Reykjavíkurborg. Það hefur sjaldan sést jafnmikill skortur á samúð, samkennd og virðingu fyrir fólki og í þessari fyrirlitlegu færslu,“ segir Eiríkur.

Margir lýsa svipaðri skoðun og er Bjarni sagður hafa slegið met í rasisma.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí