Furðar sig á spilamennsku Íslendinga

Ef nokkur leið er fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta að verða aftur „strákarnir okkar“ gefst tækifæri í kvöld til að reka af sér slyðruorðið þegar Ísland leikur gegn Þýskalandi í milliriðli.

Alfreð Gíslason, núverandi landsliðsþjálfari Þýskalands og fyrrum kempa íslenska landsliðsins, segist furða sig á spilamennsku Íslendinganna í keppninni til þessa. En „því miður“ út frá hans eigin hagsmunum afskrifi hann ekki Íslendingana.  Alfreð segir í viðtali við Rúv að Þýskaland búi sig undir erfiðan leik.

Mikil gagnrýni braust út eftir afleitan leik okkar liðs gegn Ungverjum. Af samfélagsmiðlum má ráða að margir vonist eftir kraftaverki í kvöld. Aðrir segjast hættir að fylgjast með liðinu. Ýmsir benda á að strákunum okkar veiti ekki af stuðningi en sannarlega hefur spilamennskan verið brokkgeng og furðuleg eins og Alfreð bendir á og í blóra við árangur í tveimur æfingaleikjum við Austurríki fyrir mót.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí