Fyrrum þingmenn Sjálfstæðisflokksins vanda Bjarna ekki kveðjurnar

Vilhjálmur Bjarnason, sem rifjaði í dag upp brögð í tafli þegar hann var færður niður um sæti eftir prófkjör og féll út af þingi, hefur bæst í hóp fyrrum þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fara hörðum hörðum orðum um formann flokksins Bjarna Benediktsson. Kraumandi óánægja með forystu flokksins og stjórnarsamstarfið virðist vera að ná nýjum hæðum innan flokksins.

Í sjónvarpsþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag sagði Vilhjálmur að allt starf flokksins og umræða snerist um of um persónu Bjarna og störf. Þá skorti Bjarna dómgreind á ýmsum sviðum. Dæmi um mistök hans hefðu verið glöp sem leiddu til klofnings og stofnunar Viðreisnar. Ekki síður hafi það verið yfirsjón þegar Bjarni samþykkti að Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi með samþykki ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks slitabéf til Brussel vegna ESB-þreifinga sem þá stóðu yfir.

„Þegar kemur að ákveðnum málum brestur Bjarna algjörlega dómgreind,“ sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur Árnason, ritari flokksins, tók þátt í umræðunni í Synir Egils. Hann var á öðru máli en nafni hans og sagði kosti Bjarna „alveg ótrúlega“. Ritarinn ræddi hvernig Bjarni hefði staðist mörg áhlaup og hve margar ríkisstjórnir væri Bjarna að þakka.

Páll Magnússon, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Bjarna í facebook-færslu í gær. Páll sagði viðbrögð Bjarna við fylgistapinu undanfarið óábyrg. Gagnrýni þessara fyrrum þingmanna og fleiri sem eru farnir að taka til máls eftir áratuga þögn, er talin til marks um vaxandi ólgu sem skekur flokkinn og ríkisstjórnina.

Aðeins þriðjungur landsmanna styður stjórnarsamstarf VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma mælist Bjarni óvinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Aðeins 13 prósent þjóðarinnar vildu samkvæmt könnun Maskínu að hann héldi áfram ráðherradómi eftir álits umboðsmanns Alþingis í Íslandsbankamálinu. Það mál varðaði kaup föður Bjarna í bréfum bankans og hæfi Bjarna til að selja bréfin.

Hér má hlusta á Syni Egils. Umræða um Sjálfstæðisflokkinn hefst á 1:18:00

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí