Gjörningaveður í Reykjavík – eldingar lýsa upp nóttina og háværar þrumur

Flest bendir til að eitt mesta þrumuveður sem gengið hefur yfir höfuðborgina eigi sér nú stað. Í miðbæ Reykjavíkur liðu á sjöunda tímanum aðeins nokkrar mínútur milli eldinga þegar tíðast var. Þær hafa verið mikið sjónarspil, lýst upp borgina og fylgja háværar þrumur.

Eftir því sem fram kemur hjá Rúv hafa íbúar haft samband við Veðurstofu og spurt hvort hávaðinn í þrumunum sé jarðskjálftagnýr. Svo er ekki. Mörgum virðist ekki hafa orðið svefnsamt síðan hvassviðri skall á með úrkomu.

Á vísindavefnum segir að þrumuveður sé sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum vegna þess að stöðugleiki lofts sé að jafnaði meiri hér á landi en á suðurslóðum.

Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru kallaðir þrumuklakkar eða þrumuský. Langflest þrumuveður hingað til hér á landi hafa verið minniháttar. Nokkrir hafa látist í þrumuveðri hér á landi síðan land byggðist.

Tölvu- og fjarskiptabúnaður er mjög viðkvæmur fyrir snöggum rafsviðsbreytingum. Tjón á slíkum búnaði hefur orðið hér á landi. Hætta er á að rafmagni slái út.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí