Hættulega hvasst, eldingar og snjóflóðahætta

Festingar hafa brotnað í húsum í Reykjavík í nótt og gluggar fokið upp í miklu hvassviðri sem nú gengur yfir. Veðrið er á leið norður og austur yfir land með eldinga- og snjóflóðahættu. Nokkuð var um að Reykvíkingar yrðu vitni að þrumum og eldingum í nótt og bárust tilkynningar um þær einnig frá Keflavíkurflugvelli.

Hjá Veðurstofu kemur fram að mjög sterkar vindhviður gætu valdið usla, einkum á Norðausturlandi og Austurlandi. Þar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.

Um mjög krappa lægð er að ræða, storm og rok um allt land og fylgir úrkoma.

Vegfarendur eru beðnir að fresta ferðum fram yfir hádegi á þjóðvegum landsins.

Snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi sem og fyrir vestan í Súðavíkurhlíð við Ísafjarðardjúp.

Ekki er þó talin hætta á snjóflóðum í byggð en rafmagni gæti slegið út ef eldingar verða við vandræða líkt og Veðurstofa segir mögulegt.

Uppfært: Klukkan 06:16 sást mikil elding í Þingholtunum og fylgdi hávær þruma.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí