Festingar hafa brotnað í húsum í Reykjavík í nótt og gluggar fokið upp í miklu hvassviðri sem nú gengur yfir. Veðrið er á leið norður og austur yfir land með eldinga- og snjóflóðahættu. Nokkuð var um að Reykvíkingar yrðu vitni að þrumum og eldingum í nótt og bárust tilkynningar um þær einnig frá Keflavíkurflugvelli.
Hjá Veðurstofu kemur fram að mjög sterkar vindhviður gætu valdið usla, einkum á Norðausturlandi og Austurlandi. Þar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.
Um mjög krappa lægð er að ræða, storm og rok um allt land og fylgir úrkoma.
Vegfarendur eru beðnir að fresta ferðum fram yfir hádegi á þjóðvegum landsins.
Snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi sem og fyrir vestan í Súðavíkurhlíð við Ísafjarðardjúp.
Ekki er þó talin hætta á snjóflóðum í byggð en rafmagni gæti slegið út ef eldingar verða við vandræða líkt og Veðurstofa segir mögulegt.
Uppfært: Klukkan 06:16 sást mikil elding í Þingholtunum og fylgdi hávær þruma.