Íslenskir rithöfundar sundraðir vegna stríðsins á Gaza

Bragi Páll rithöfundur fagnar að fjögur fagfélög, MATVÍS, RSÍ, VM og Byggiðn fordæmi yfirstandandi árás Ísrael á Gasa. Félögin fjögur skora á íslensk stjórnvöld að leita allra leiða til að þrýsta á að endir verði bundinn á hörmungarnar.

Aftur á móti segir Bragi Páll miður að RSÍ standi fyrir samband rafiðnaðarmanna en ekki samband rithöfunda á Íslandi í þessu samhengi. Hann gagnrýnir Rithöfundasamband Íslands harðlega að mótmæla ekki þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum á Gaza.

Hann segir að rithöfundasambandið vísi í þriðju grein sambandsins, þar sem segi: „Rithöfundasamband Íslands tekur ekki þátt í baráttu stjórnmálaflokka né hlutast til um listastefnur, stjórnmálaskoðanir eða trúarbrögð.“

Bragi segir mikilvægt að skerða ekki rétt þeirra félagsmanna sem hafi þá stjórnmálaskoðun að þjóðarmorð sé réttlætanlegt. Nema félagið líti svo á að þjóðarmorð falli undir listastefnu eða trúarbrögð?

„Hefði samt haldið að sú staðreynd að rithöfundasambandið fordæmdi árásir Rússa á Úkraínu hefði nægt til þess að grípa til svipaðra aðgerða núna. Eða sú staðreynd að innan rithöfundasambandsins er Palestínskur meðlimur. Eða að í þessari sömu þriðju grein sem sambandið ber fyrir sig sem ómöguleika stendur líka skrifað að tilgangur þess sé meðal annars að „…verja frelsi og heiður bókmennta og ritlistar og standa gegn hvers kyns ofsóknum á hendur rithöfundum og hindrunum í starfi þeirra.“

Í lok færslu sinnar á facebook um málið nefnir rithöfundurinn að Ísrael hafi nú þegar myrt rithöfunda, ljóðskáld, þýðendur og blaðafólk í sögulegu magni.

„En það er kannski bara fordæmanlegt þegar hvítt fólk deyr en ekki brúnt?“ Spyr Bragi.

Í fyrrnefndri yfirlýsingu fagfélaganna fjögurra segir að hernaðaraðgerðirnar hafi kostað um 30 þúsund mannslíf. Liðlega helmingur fallinna séu börn.

„Ísraelsmenn hafa með framferði sínu virt alþjóðalög að vettugi og engu skeytt um afleiðingar árása sinna. Flestir óbreyttir borgarar sem ekki hafa fallið hafa verið hraktir á flótta eða heimili þeirra eyðilögð.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí