Íslenskur læknir ver Tómas og segir málið einkum snúast um bætur

Magnús Karl Magnússon, læknir og fyrrum formaður læknadeildar HÍ, aftekur með öllu að sækja eigi  Tómas Guðbjartsson hjartalækni til saka eða refsa honum frekar vegna hins svokallaða plastbarkamáls.

Tómas er kominn í leyfi hjá Landspítalanum en ekki virðist eining innan spítalans hvernig honum beri að axla ábyrgð vegna málsins. Í færslu á facebook segist Magnús nátengdur Tómasi sem vinur og kollega. Það breyti ekki því að eini stóri óuppgerði þátturinn í málinu sé bætur til aðstandandenda sjúklingsins Andemariam sem lést eftir tilraunastarfsemi læknisins Macchiarini við Karólínska.

Engar vísbendingar eru um að Íslendingar hafi haft nokkra vitneskju um að brögð hafi verið í tafli í þeirri meðferð sem sjúklingurinn Andemariam Beyene fékk á Karólínska sjúkrahúsinu að sögn Magnúsar.

Þá ítrekar hann að Andemariam hafi verið með illvígt krabbamein þar sem engar gagnreyndar læknandi meðferðir voru í boði.

Hann bendir á að öll meðferð sem Andemarian hlaut á Íslandi bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina hafi verið til fyrirmyndar samkvæmt skýrslu um málavöxtu. Þá sé í skýrslunni nefnt sérstaklega að Tómas Guðbjartsson hafi gengið lengra í stuðningi við sjúklinginn en ætlast mætti til.

Vísindagrein sem skrifuð var um fyrsta barkaþegann var dregin til baka. Að mati Magnúsar er langalvarlegasti þátturinn í því misferli að ekki voru til staðar nauðsynleg leyfi eða grunnvísindi sem eiga að liggja fyrir áður en slík meðferð fer fram. Íslenskir greinarhöfundar hafi þó enga ábyrgð borið, þeir hafi verið blekktir líkt og margir nánir samstarfsmenn Macchiarini við Karólínska.

Magnús gagnrýnir fréttaflutning af málinu harðlega og geldur varhug við þeirri umræðu sem hefur orðið.

„Dómur hefur fallið í þessu máli og hann féll að lokinni viðamikilli lögreglurannsókn í því landi þar sem brotin voru framin. Rannsóknin á málinu var til þess gerð að finna alla þá er hugsanlega eiga þar sök til að ákveða hverjir verði sakborningar og hverjir ekki. Að halda því fram að sá dómur þýði að aðrir sem þar voru til rannsóknar eigi nú að vera sakborningar í málinu hér á landi er hættuleg túlkun á því hvernig dómskerfið á að virka.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí