Kaldhæðni sögunnar: Katrín nú sú sem bannar mannúð á Íslandi

Það er oft sagt að sagan endurtaki sig, en það er ekki satt. Hún rímar. Oft verður það rím kaldhæðnislegt. Í dag hafa margir á samfélagsmiðlum deilt einni frægustu fyrirsögn Íslandssögunar: Mannúð bönnuð á Íslandi. Sú grein birtist í Þjóðviljanum rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina, í apríl árið 1939, og var eftir Katrínu Thoroddsen.

Katrín vildi bjarga gyðingabörnum frá Evrópu, ættleiða þau til Íslands, en þáverandi forsætisráðherra og Framsóknarmaður, Hermann Jónasson, bannaði henni það. Grein Katrínar hófst svo, en hana má lesa í heild sinni hér:

„Laust fyrir miðjan desember s.l. bað austurísk kona mig um að taka af sér þriggja ára gamla dóttur sína um óákveðinn tíma.Kona þessi er af gyðingaættum og maður hennar er einnig Gyðingur. Annars er það af honum að segja, að hann er starfsmaður við gasstöð í Wienarborg, afskiptalítill meinleysismaður, sem aldrei hafði tekið neinn þátt í stjórnmálum. En þegar Hitler komst til valda í Austurríki, var honum ásamt óteljandi fleirum Gyðingum kastað í fangabúðir, og síðan hefur ekki til hans spurzt.“

En ástæðan fyrir því að þessari grein er nú deilt á samfélagsmiðlum ætti að vera öllum ljós, að í aðdraganda helfararinnar voru Íslendingar sem vildu reyna að bjarga fólki undan þjóðarmorði en voru stöðvaðir af þeim sem stýrðu landinu. Alveg eins og nú, nema nú hafa hlutverkin snúist við. Nú eru það Palestínumenn sem flýja þjóðarmorð og Íslendingar vilja bjarga þeim. En  þeir eru stöðvaðir af náfrænku Katrínar Thoroddsen, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí