Logi: „Ótrúlega óforskammað hjá Svandísi“

Inga Sæland, formaður Flokks fóllksins, hefur ákveðið að bera upp tillögu um að Svandís Svavarasdóttir matvælaráðherra víki vegna vantrausts. Þingmaður Samfylkingarinnar kallar ummæli Svandísar eftir álit umboðsmanns Alþingis ótrúlega óforskömmuð.

Ólíklegt er talið af hálfu þingmanna að þingið verði kallað saman til að fjalla um tillöguna fyrr en dagskrá segir til um. Svandís þarf þó að standa skil á máli sínu þegar nefndardagar á Alþingi fara fram í næstu viku.

Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður flokksins, segir í samtali við Samstöðina að mjög mikilvægt sé að skilja á milli hvað fólki finnst um hvalveiðar og hvernig valdafólk breytir og kemur fram.

„Ég held það sé samhljóma skoðun okkar í Samfylkingunni að stjórnsýslan hafi verið gjörsamlega óviðunandi að birta þetta bann rétt fyrir upphaf veiðanna,“ segir Logi.

Það eru þó ekki síður viðbrögð Svandísar eftir að Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að hvalveiðibann Svandísar væri lögleysa, sem hafa skekið þingmenn.

„Mér finnst ótrúlega óforskammað að Svandís beri því við að séu svo gömul og úrelt að ekki þurfi að fara eftir þeim,“ segir Logi.

Hann segist telja líklegra en hitt að stjórnin starfi áfram þótt Mogginn hafi hótað stjórnarslitum. Þá segir hann áhugavert að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi sagt í fjölmiðlum að mikilvægast af öllu sæe að stjórnin starfi áfram vegna mikilvægra verkefna sem bíði. Það sé nánast súrrealísk afstaða hjá verklausri stjórn sem kemur sér ekki saman um neitt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí