Margir sáu eld á himni og héldu að gluggar myndu bresta

Margir lesendur fréttasíðu Samstöðvarinnar urðu varir við þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess í nótt og í morgun. Óvenjulegt er að þrumur og eldingar steli senunni hér á landi á þessum árstíma. Í Kópavogi var fallið frá því að hleypa gestum í sundlaugina vegna eldinga á himni og hættu þeim samfara.

Jóhannes Birgir Guðvarðsson segir í ummælum við frétt Samstöðvarinnar um hvellinn í morgun, að hann hafi heyrt tvær þrumur þegar hann hjólaði í vinnuna árla dags.

Sólveig Lind Ásgeirsdóttir segist hafa séð tvo blossa í Kópavogi með fimm mínútna millibili.

Ágústa Anna Ómarsdóttir segist hafa vaknað í Stykkishólmi við að gluggi í svefnherbergi væri við það að bresta. Hún segir vindstyrk hafa farið í 32 metra í Stykkishólmi og fylgdi mjög mikil rigning.

„Þannig að ég held að bíllinn minn hljóti að vera tandurhreinn eftir þetta óveður,“ segir Ágústa Anna.

Veðrið er á leið austur yfir landið norðanvert og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí