Segir Rapyd auglýsinguna eins og hakakross á brjósti Íslands

Listamaðurinn og mögulegur forsetaframbjóðandi, Snorri Ámundsson, líkir því við dimmustu daga nasismans að íslenska karlaliðið á EM skuli spila með auglýsingu frá Rapyd.

Á myndinni sést auglýsingin á landsliðsbol eins af bestu sonum landsins í handbolta, Ómars Inga. Búið er að draga hring um vöruverkið umdeilda og verður ekki annað séð en að mótmælaherferð sé í gangi á samfélagsmiðlum þar sem færslur ganga eins og eldur í sinu.

Rapyd er ísraelskt fyrirtæki. Ingólfur Gíslason félagsfræðingur er meðal þeirra sem segja óyggjandi að stjórnendur fyrirtækisins hafi lýst stuðningi við hópmorð Ísraela gegn Palestínumönnum á Gaza.

Snorri segir um skandal að ræða. Hann vill að stjórn HSÍ segi af sér og hvetur leikmenn liðsins til að neita að spila með auglýsingarnar á búningunum.

„Þetta jafnast á við það að spila með hakakrossinn á brjóstinu,“ segir Snorri. „Við erum búin að fá sannanir fyrir því að ísraelsríki er rotið af illsku.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí