Listamaðurinn og mögulegur forsetaframbjóðandi, Snorri Ámundsson, líkir því við dimmustu daga nasismans að íslenska karlaliðið á EM skuli spila með auglýsingu frá Rapyd.
Á myndinni sést auglýsingin á landsliðsbol eins af bestu sonum landsins í handbolta, Ómars Inga. Búið er að draga hring um vöruverkið umdeilda og verður ekki annað séð en að mótmælaherferð sé í gangi á samfélagsmiðlum þar sem færslur ganga eins og eldur í sinu.
Rapyd er ísraelskt fyrirtæki. Ingólfur Gíslason félagsfræðingur er meðal þeirra sem segja óyggjandi að stjórnendur fyrirtækisins hafi lýst stuðningi við hópmorð Ísraela gegn Palestínumönnum á Gaza.
Snorri segir um skandal að ræða. Hann vill að stjórn HSÍ segi af sér og hvetur leikmenn liðsins til að neita að spila með auglýsingarnar á búningunum.

„Þetta jafnast á við það að spila með hakakrossinn á brjóstinu,“ segir Snorri. „Við erum búin að fá sannanir fyrir því að ísraelsríki er rotið af illsku.“