Skólar brýna foreldra til að tryggja öryggi barna í óveðrinu í dag

Nokkrir grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa sent foreldrum nemenda bréf þar sem varað er við óveðrinu sem skellur á eftir hádegi.

Von er á stormi og ákafri snjókomu. Í bréfi frá skólastjórnendum Hagaskóla er vakin athygli á gulri viðvörun Veðurstofu frá hádegi í dag til klukkan 17.30

„Í samræmi við viðbragðsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vekjum við athygli ykkar á þessari viðvörun og biðjum ykkur að lesa yfir leiðbeiningar sem slökkviliðið hefur gefið út. Þar kemur m.a. fram að það er foreldra að meta hvort fylgja þurfi barni heim úr skóla,“ segir í bréfi Hagaskóla.

Fólk er hvatt til að fylgjast mjög vel með veðurspá og fréttum af veðri.

Myndin er frá umferðarslysi í hvassviðri á þjóðvegunum fyrir nokkrum dögum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí