Sleifarslag í Samherjamálinu ein ástæða hækkunar á spillingarvísitölu

Sláandi niðurstöður hafa verið birtar um umfang spillingar á Íslandi. Á lista Transparency Internantional kemur fram að Ís­land held­ur áfram að falla nið­ur list­ann og sit­ur nú í nítj­ánda sæti.

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency, segir í samtali við Samstöðina um niðurstöðurnar:

„Ég get ekki sagt að það komi mér á óvart að sjá Ísland falla enn einu sinni. Það er í samræmi við þróunina síðastliðinn áratug og kannski sérstaklega síðan Samherjamálið í Namibíu var afhjúpað.“

Atli Þór segir að í tilkynningu Transparency International sé Ísland notað sem dæmi um sleifarlag í baráttunni gegn spillingu. Enda hafi enginn enn verið ákærður í því máli hér.

„Það má þó kannski segja að fall Íslands á listanum getur verið jákvætt,“ segir Atli Þór, „því það bendir til þess að mýtan um Ísland sem ónæmt fyrir spillingu sé hægt og bítandi að hverfa.“

Hann bendir á að GRECO hafi sagt á sínum tíma að menn finni auðvitað aldrei það sem þeir neiti að leita að.

„Hugsanlega verður hægt að fá yfirvöld hér á landi til að hætta að trúa eigin þvælu um að spilling sé bara eitthvað útlenskt,“ segir Atli Þór. „Við getum vonandi farið að vinna gegn spillingu saman.“

Fjöldi mútu­mála, einka­væð­ing Ís­lands­banka, Sam­herja­mál­ið, spillt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerfi og óreiða í fjármálum stjórnmálaflokka eru hjá Transparency nefnd sem dæmi sem vinni gegn tiltrú almennings. Sérstaka athygli vekur að árið 2023 höfðu 20 manns stöðu grunaðra vegna mútumála á Íslandi.

Samkvæmt könnun telur almenningur á Íslandi sjávarútveginn og fiskveiðistjórnunarkerfið spillt. Ísland situr á botni Norðurlandanna. Dan­­mörk er minnst spillta landið en Sómalía spilltasta land heims.

Sjá nánar hér: 2023 – Transparency.org

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí