Þung orð ganga á víxl í Blaðamannafélaginu

Ólga er meðal blaðamanna eftir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir sagði Hjálmari Jónssyni framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands upp störfum.

Hjálmar hefur sagt í fjölmiðlum að Sigríður Dögg sé ekki starfi sínu vaxin. Hún hafi ekki hreinan skjöld í fjármálum og gefi ekki skýringar sem skyldi innan félags sem á að vera vettvangur lýðræðislegrar umræðu. Með því vísar hann til skattamála formannsins.

Sigríður Dögg svarar á móti að Hjálmar hafi gerst sekur um trúnaðarbrest en ekki liggur ljóst fyrir hvað átt er við.

Fram hefur komið að Sigríður Dögg sé komin í launalaust frí hjá Rúv. Hún var um tíma áberandi í Kastljósinu og sótti oft hart að viðmælendum.

Birni Bjarnasyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins og ráðherra, hefur gramist framganga Sigríðar Daggar.

„Það hlaut einhverjum meðal blaðamanna að verða nóg boðið og krefjast þess að forysta félagsins gerði hreint fyrir sínum dyrum og tæki afleiðingum gjörða sinna. Að ríkisútvarpið taki þátt í þessum leik með þögn sinni er ömurleg aðför að tilvist þess,“ segir Björn.

Fleiri blaðamenn telja að Ríkisútvarpið hafi ekki staðið sig sem skyldi í hlutleysi. Valtýr Björn Valtýsson, kunnur íþróttafréttamaður, ritar athugasemd í facebook-hópnum Fjölmiðlanördar:

 „Og fréttastofu RÚV þóttu þessi tíðindi ekki nægilega merkileg til umfjöllunnar í fréttum klukkan 19. Hlutleysi fréttastofunnar er með ágætum.“

Haraldur Bjarnason sem lengi starfaði hjá Rúv skrifar: „Hjálmar hefur sinnt sínu starfi af alúð síðustu áratugi og slæmt að missa hann frá félaginu.“

Aðrir blaðamenn verja Sigríði Dögg sem virðist njóta stuðnings stjórnar Blaðamannafélagsins. Þá hefur hún á löngum köflum notið hylli sem blaðamaður hjá stórum hluta þjóðarinnar.

Margir blaðamenn ræða hvort deilan leiði til aukinnar sundrungar milli almennra blaðamanna á einkamarkaði og fréttamanna Rúv.

Samstöðin hefur sent bæði Hjálmari og Sigríði Dögg fyrirspurn vegna málsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí