Þúsundir háskólakennara boða fjögurra daga verkfall

Þúsundir háskólakennara og fagfólks í háskólum á vesturströnd Bandaríkjanna hafa boðað fjögurra daga verkfall síðar í mánuðinum í kjölfar verkfallsaðgerða í desember. Að óbreyttu hefjast verkföllin 22. janúar.

Samningsaðilar eru California Faculty Association (CFA) og California State University (CSU) System Administration, sem nær yfir opinbera háskóla Kaliforníuríkis.
Stéttarfélagið CFA semur fyrir 29 þúsund prófessora, lektora, bókasafnsfræðinga, ráðgjafa og annað háskólamenntað starfsfólk fagsviða háskólanna.

Kröfur stéttarfélagsins eru fjölmargar og snúa að manneskjulegri vinnuaðstæðum auk 12 prósenta launahækkun, ásamt sérstökum launahækkunum fyrir lægst launaða starfsfólkið. Meðal krafnanna er framlenging á greiddu fjölskylduorlofi, aðstaða sem hentar öllum kynjum svo sem kynhlutlaus salerni og brjóstgjafarrými, meiri stuðning við geðheilsuþjónustu á háskólasvæðum, reglur til að stjórna og takmarka vinnuálag og breytingar á löggæslu, þar á meðal takmarkanir fyrir vopnaðri lögregluíhlutun.

Mynd: Frá verkfallsaðgerðum í California State University síðast liðinn desember. Félagsfólk CFU, nemendur og aðrir stuðningsmenn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí