Þúsundir háskólakennara og fagfólks í háskólum á vesturströnd Bandaríkjanna hafa boðað fjögurra daga verkfall síðar í mánuðinum í kjölfar verkfallsaðgerða í desember. Að óbreyttu hefjast verkföllin 22. janúar.
Samningsaðilar eru California Faculty Association (CFA) og California State University (CSU) System Administration, sem nær yfir opinbera háskóla Kaliforníuríkis.
Stéttarfélagið CFA semur fyrir 29 þúsund prófessora, lektora, bókasafnsfræðinga, ráðgjafa og annað háskólamenntað starfsfólk fagsviða háskólanna.
Kröfur stéttarfélagsins eru fjölmargar og snúa að manneskjulegri vinnuaðstæðum auk 12 prósenta launahækkun, ásamt sérstökum launahækkunum fyrir lægst launaða starfsfólkið. Meðal krafnanna er framlenging á greiddu fjölskylduorlofi, aðstaða sem hentar öllum kynjum svo sem kynhlutlaus salerni og brjóstgjafarrými, meiri stuðning við geðheilsuþjónustu á háskólasvæðum, reglur til að stjórna og takmarka vinnuálag og breytingar á löggæslu, þar á meðal takmarkanir fyrir vopnaðri lögregluíhlutun.
Mynd: Frá verkfallsaðgerðum í California State University síðast liðinn desember. Félagsfólk CFU, nemendur og aðrir stuðningsmenn.