Trúnaðarbrestur Hjálmars sagður hafa skaðað starfsemi Blaðamannafélagsins

„Það er ekki einkamál stjórnar eða fráfarandi framkvæmdastjóra hvernig rekstur skrifstofu og samskiptum innan Blaðamannafélagsins er háttað,“ segir Aðalsteinn Kjartansson, varaformaður Blaðamannafélags Íslands, spurður hvort félagsmenn og almenningur eigi rétt á að vita nánar í hverju meintur trúnaðarbrestur fráfarandi framkvæmdastjóra BÍ felst.

„Við höfum ákveðnum skyldum að gegna gagnvart okkar félagsfólki,“ segir Aðalsteinn. „Fyrir mig sem stjórnarmann í BÍ og varaformann félagsins þykir mér mjög leiðinlegt að þessi  trúnaðarbrestur hafi orðið.“

Greint var frá því í gær að Hjálmari Jónssyni, framkvæmdastjóra Blaðamannafélagsins, hefði verið sagt upp störfum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins, bar við trúnaðarbresti. Aðalsteinn staðfestir að trúnaðarbresturinn hafi átt sér stað en vill ekki fara nánar út í þá sálma.

Ekki hefur náðst í Hjálmar. Heimildir Samstöðvarinnar herma að til rifrildis hafi komið milli Sigríðar Daggar og Hjálmars í síðustu viku. Hjálmar hafi þá neitað að gegna ósk formanns sem sagt er varða aðkallandi verkefni í umsýslu félagsins.

„Það verður að segjast eins og er að undanfarna mánuði hefur starfsemi félagsins verið í nokkru uppnámi,“ segir Aðalsteinn og vísar til starfa Hjálmars. „Blessunarlega hefur almenn þjónusta við félagsmenn gengið ágætlega fyrir sig en stjórnin hefur ekki getað þokað ýmsum málum áfram. Fyrst og fremst vegna tíðra vantraustsyfirlýsinga Hjálmars á formann og stjórn félagsins.“

Til að stéttarfélag virki sem skyldi þarf traust að ríkja milli aðila að sögn Aðalsteins.

Spurður hvort Sigríður Dögg njóti hans eigin trausts vegna skattamála sem hefur verið fjallað um og Hjálmar telur að hafi gert hana óhæfa til að gegna formennskunni, bendir Aðalsteinn á að um ræði mál áður en Sigríður Dögg varð formaður BÍ. Þá hafi hún gert grein fyrir sínum málum í yfirlýsingu.

Hefur Aðalsteini fundist að Sigríður Dögg stigi til hliðar?

„Mér finnst það ekki mitt að vera með yfirlýsingar í þá veruna,“ svarar hann. „Það er kjörinn formaður sem fær lýðræðislegt umboð. Sigríður Dögg verður að svara fyrir eigin mál, en hennar störf fyrir félagið hafa verið með miklum sóma að mínu mati.“

Líklegt er að stjórnarkjör sem og kjör formanns Blaðamannfélags Íslands fari fram innan nokkurra vikna á aðalfundi. Spurður hvort Aðalsteinn hyggist sjálfur bjóða sig fram til formanns, segist hann á leið í fæðingarorlof. Hann muni á næstu vikum losa sig undan öllum trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélagið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí