Fimm finnsk verkalýðsfélög hafa lýst yfir andstöðu við áform stjórnvalda um að veikja samtakamátt launafólks með löggjöf og vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í velferðarkerfinu.
Þessi áform eru í anda breskrar löggjafar (e.minimal service law), auk fyrirhugaðra laga á Íslandi um aukin völd Ríkissáttasemjara og félagafrelsi, frumvarpi frá Sjálfstæðisflokknum.
Viðbrögð verkalýðsfélaganna felast í tveggja daga verkfalli sem hefst á morgun og stendur til 2. febrúar. Verkfallið hefur áhrif á greinar á borð við flugsamgöngur, leikskóla og ýmsan iðnað. Þetta verkfall beinist ekki gegn atvinnurekendum heldur gegn stjórnvöldum.
Verkfallið í Finnlandi er stutt af stórum og öflugum verkalýðsfélögum, þar á meðal samtökum opinberra starfsmanna á velferðarsviðs (JHL), samtökum starfsmanna í bíla- og flutningaiðnaði (AKT), samtök umferðarstarfsmanna í Finnlandi (SLL), þjónustuiðnaðar stéttarfélagið (PAM) og flugsambandi finnlands (IAU). Þessi félög standa saman að baráttunni gegn stefnu stjórnvalda sem þau telja veikja réttindi og velferð launafólks.