Áfengi aldrei leyft ef það kæmi á markað í dag

Áfengi er eitur sem aldrei yrði lögleg söluvara ef það hefði verið fundið upp í dag.

Þetta segir Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur. Hann hefur gefið út bókina Vending þar sem fjallað er um vínlausan lífstíl. Vegna alvarleika alkóhóls gilda ekki markaðsrök ein að hans sögn þar sem krafist hefur verið aukins aðgengis að áfengi alla daga vikunnar. Frumvörp hafa ítrekað verið lögð fram um aukið frelsi á Alþingi og opið aðgengi alla 365 daga ársins.

Bók Gunnars Hersveins talar ekki síst til þeirra sem hafa áhugað að hætta að drekka áfengi. Hún lýstir ýmsum kostum þess að drekka ekki. Þar má nefna bættan svefn og betri andlega og líkamlega heilsu. Höfundur vitnar til alþjóðlegra heilbrigðisstofnana sem mæla með takmörkuðu aðgengi að áfengi og háu innkaupaverði.

Sérstaklega verður hugað að þeirri viðsjá sem mætir ungu fólki sem nálgast áfengiskaupaaldur. Bakslag hefur mælst hjá ungu fólki eftir vel heppnað átak gegn unglingadrykkju.

Sjá nánar á Samstöðinni klukkan 16 í dag þar sem rætt verður ítarlega við Gunnar Hersvein í þættinum Maður lifandi sem einbeitir sér að hugðarefnum ungra Íslendinga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí