Asahláka og spillibloti skapa hættu

Von er á asahláku um klukkan 22 í kvöld með mikilli rigningu sunnan og suðvestanlands.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni eru beðnir um að gæta vel að hreinsun við niðurföll.

Gul viðvörun hefur verið gefin út allt frá Snæfellsnesi að Höfn. Margar götur á höfuðborgarsvæðinu eru snjóþungar eftir ofankomu. Hefur færð sums staðar verið vandamál í dag vegna krapaelgs.

Kannski mætti segja að spillibloti af sverari gráðunni sé í vændum, orðið sem var á allra vörum árið 2023. Spillibloti er bleyta sem spillir aðstæðum og getur skapað hættu líkt og stefnir nú í. Eftir hlákuna mun svo frysta aftur og von á frekari umhleypingum og flughálku.

Viðvaranir taka gildi klukkan 22 í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí