Diskum með tónlist Víkings stolið villevekk í búðum

„Vinsamlegast farið að lögum,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, léttur í lundu, og póstar á facebook mynd af skilti í erlendri plötubúð.

Á skiitinu sem er við plöturekka segir að svo mikil brögð hafi verið að því að diskum með tónlist Víkings hafi verið stolið undanfarið, að búðin sjái engan kost annan en að geyma diska hans við kassann og afhenda kaupendum þá þar. Ekki kemur fram hver búðin er eða hvar í heiminum hún er.

Margir láta að sér kveða í ummælum á þræði einleikarans sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarið með túlkun sinni á Goldberg tilbrigðum Bach.

Kemur ítrekað fram hjá fylgjendum píanóleikarans að vart sé hægt að hugsa sér meiri meðmæli en þegar músík listamanna er stolið.

Nokkrir spyrja þó grallaralega hvort hann hafi sjálfur sett þetta skilti upp.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí