Enn fjölmiðlabann en fundur hafinn vegna kjarasamninga

Fundur hófst klukkan níu í morgun milli samninganefnda Samtaka atvinnulífisins og breiðfylkingar félaga innan Alþýðusambands Íslands.

Ríkissáttasemjari hefur verið með aðila kjarasamninga við sitt borð síðan fyrir helgi og hefur síðan ríkt fjölmiðlabann. Hafa því engar staðfestar fréttir borist af því hvort gengur eða rekur síðustu daga.

Samningar eru lausir. Hefur verið horft til þess að gegn hóflegum launahækkunum spili stjórnvöld út breytingum á tilfærslukerfum og standi fyrir öðrum aðgerðum sem slái á verðbólgu og lækki vaxtastig til verndar kaupmætti láglaunafólks.

Sólveig Anna Jónsdóttir hjá Eflingu hafði áður en atvinnurekendur lækkuðu fyrra tilboð lýst bjartsýni á að hægt yrði að ganga til samninga en óvíst er hvort deilan er nú í hörðum hnút eða hvort þýða er í spilunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí