Fyrrum þingkona syngur eigið popplag

Ég moka snjó, fæ aldrei nóg, ég verð svo mjó af því að moka snjó, syngur Lára Stefánsdóttir í nýju lagi sem hún hefur samið og gefið út.

Lára er fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi og skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga í Fjallabyggð. Hún þurfti að taka á honum stóra sínum fyrir nokkrum árum þegar sérlega snjóþungt var í Óafsfirði og birti þá reglulega myndir af sér á facebook með snjóskófluna að vopni.

Nú hefur Lára leyft gömlum draumi að rætast. Hún hefur birt myndband með laginu sínu á youtube og hafa facebook-vinir hennar bent á að skólameistaranum sé flest til lista lagt. Lúðrasveit er Láru til fulltingis í laginu.

„Þegar ég Reykjavíkurstúlkan flutti til Ólafsfjarðar varð snjór dálítil andleg hindrun og ég varð að gera það einhvernvegin skemmtilegt. Þá varð til þetta einfalda danslag við daglegan dans með snjóskóflunni,“ segir Lára.

Myndin er skjáskot af myndbandi með laginu en fylgjendur Samstöðvarinnar geta smellt á lag Láru hér í tenglinum að neðan. Kannski finnst einhverjum tilvalið að taka snjódansinn með henni í illviðrinu?

Moka snjó (youtube.com)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí