Geðhjálp gengur í Umhyggju

Geðheilbrigði 28. feb 2024

Landssamtökin Geðhjálp gengu nýlega í Umhyggju, félag langveikra barna. Foreldrar barna með geðrænar áskoranir sem verða hluti af Foreldrahópi Geðhjálpar fá með aðild Geðhjálpar að Umhyggju aðgang að fjölbreyttri þjónustu og stuðning til félagsmanna aðildarfélaga Umhyggju, en stefnt er að stofnun foreldrahóps innan Geðhjálpar.

Frá þessu er greint á vef Geðhjálpar. Með aðild að Umhyggju eykst sú þjónusta sem stendur félagsfólki Geðhjálpar til boða. Felst hún meðal annars í ráðgjöf og stuðningi í réttindabaráttu, fjárstyrkjum, endurgjaldslausri lögfræðiráðgjöf, endurgjaldslausri sálfræðiþjónustu og möguleika á dvöl í sérútbúnum orlofshúsum bæði sumur og vetur.

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eiga 17 félög og hópar foreldra langveikra barna aðild að félaginu. Geðhjálp eru samtök 7.500 félaga, notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks sem býr við geðrænar áskoranir í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga- og þekkingarmiðlun.

Mynd af vef Geðhjálpar, af stjórn samtakanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí