Nánast allir upplifa fráhvarfseikenni við að hætta á þunglyndislyfjum
Landssamtökin Geðhjálp vekja athygli á nýútkominni rannsókn um fráhvarfseinkenni í kjölfar notkunar þunglyndislyfja, en niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að rúmlega 98% viðmælenda upplifðu fráhvarfseinkenni í kjölfar þess að hætta á þunglyndislyfjum.
Í rannsókninni töluðu flestir um að fráhvörfin hefðu haft mikil eða mjög mikil áhrif á líf þeirra, og endurtekið talað um „life changing“, eða algjör straumhvörf á lífi þeirra. Fráhvarfseinkennin voru frábrugðin því að fyrri vanlíðan væri að taka sig upp á nýjan leik.
Mikilvægt er að auka vitund um fráhvörf í kjölfar þunglyndislyfja. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að vera reiðubúið til að styðja fólk í ákvörðunarferlinu og við niðurtröppun lyfjanna ef svo ber undir. Einnig þarf að upplýsa fólk um fráhvörf og öruggar leiðir til að trappa niður lyf, samhliða því að lyfjum er ávísað.
Lesa má rannsóknina hér.
Frétt af vef Geðhjálpar.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward