Góðir gestir við Rauða borðið í beinni á Samstöðinni í kvöld

Samstöðin 20. feb 2024

Tímamót í Grindavík með opnun bæjarins, viðbrögð við breyttri innflytjendastefnu ríkisstjórnarinnar, umhverfismál, Víkingur Heiðar konsertpíanisti og fleira verður á dagskrá við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld.

Við hefjum leik í Grindavík þar sem bærinn er ekki lengur rammlæstur, við ræðum við íbúa.

Annar válegur veruleiki sem við blasir á heimsvísu er loftslagsmálin. Stærstu hita- og kuldamet falla um víðan völl svo nemur frávikum upp á 6-7 gráður. Stefán Jón Hafstein, höfundur bókar um umhverfismál, kemur og ræðir andvaraleysið í heiminum gagnvart ógninni sem nú er smám saman að taka á sig andlit og fá rödd.

Það verður einnig fjallað um menningu við Rauða borðið. Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti er á margra vörum þessa dagana, jafnt innan sem utan landsteinanna. Við fáum einn þekktasta tónlistarkrítíker landsins, Arndísi Björk Ásgeirsdóttur í heimsókn, hún ætlar að segja okkur söguna alla á bak við Víking.

Síðast en ekki síst kemur svo Hjálmtýr Heiðdal fyrir hönd Ísland-Palestínu í viðtal. Hann ætlar að greina nýjustu vendingar í stríðinu á Gaza og segja okkur frá mikilli fjögun félagsmanna undanfarið. Við fáum líka viðbrögð hans við einu stærsta fréttamáli dagsins sem er breytt stefna ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum.

Allt í beinni útsendingu – hefst klukkan 20 í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí