Grafalvarlegt mál að allar upplýsingar í strætó séu á ensku

Það er graflalvarlegt mál að mikilvægar öryggisupplýsingar í strætó séu aðeins á ensku en ekki á íslensku.

Þetta segr Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur. Myndin sem hér fylgir sýnir að upplýsingar til farþega í íslenskum strætó eru aðeins á ensku.

„Ég hef margoft áður kvartað undan þessu við Strætó á undanförnum fimm árum og ýmist verið lofað bót og betrun eða ekki fengið nein svör,“ segir Eiríkur.

„Það er sjálfsagt að hafa þarna upplýsingar á ensku en það er hins vegar forkastanlegt og óafsakanlegt að þær skulu ekki vera á íslensku líka, sérstaklega þar sem um öryggisupplýsingar er að ræða.“

Eiríkur segir að þótt sumum kunni að finnast aðfinnslur hans smáatriði telji hann um grafalvarlegt mál að ræða.

„Annaðhvort taka stjórnendur Strætó ekki eftir því að þetta er eingöngu á ensku eða hugsa ekki út í að það sé eitthvað athugavert við það – eða þeim er bara alveg sama. Hver sem skýringin er finnst mér þetta vera dapurlegt dæmi um undirlægjuhátt okkar og meðvitundarleysi gagnvart enskunni. Það er þeim mun verra sem þetta er fyrirtæki í opinberri eigu – ég veit að verktakar aka fyrir Strætó á ýmsum leiðum en það ætti að vera einfalt að setja þeim skilyrði um að hafa upplýsingar í vögnum á íslensku.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí