Hækkun verðs á neysluvöru á Íslandi ein sú mesta í Evrópu

Hækkun neysluverðs er einna mest á Íslandi af öllum löndum Evrópu síðustu 12 mánuði.

Með samanburði við önnur lönd sést að verðbólgan kemur mjög hart niður á pyngju þeirra sem kaupa matvöru og aðrar neysluvörur hér á landi.

Í Danmörku hefur neysluverð aðeins hækkað um 0,9 prósent síðustu 12 mánuði. Nálægt botninum situr Ísland þar sem neysluverð hefur hækkað um heil 5,6 prósent síðasta árið. Ísland er nú efnahagslega á þessu sviði í flokki með löndum eins og Rúmeníu og Serbíu. Tyrkland sker sig frá öllum löndum með 64% hækkun.

Hækkunin í ESB-löndunum er að meðaltali 3,1 prósent.

Danmörk, Ítalía, Lettland og Litháen eru á toppnum í samanburði Hagstofunnar. Upplýsingar um samanburðinn voru kynntar rétt í þessu.

Myndin er tekin af vef Hagstofunnar og sýnir þau lönd sem sitja á botninum í samanburðinum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí