Óhætt er að segja að soðið hafi upp úr milli tveggja fjölmiðlakvenna vegna heitis á fréttaþættinum Þetta helst á Rúv.
Hildur Helga Sigurðardóttir segir að Sunna Valgerðardóttir ætti að skammast sín fyrir ritstuld.
Snarpar umræður hafa orðið milli þeirra tveggja á þræðinum Hollvinir Ríkisútvarpsins á facebook.
Sagan hófst með því að Hildur Helga gerði athugasemd við að heiti fréttaskýringaþáttarins „Þetta helst“ væri stolin nafngift. Um hennar eigið hugverk sé að ræða. Hún hafi verið þátt með þessu nafni hjá Rúv í kringum aldamótin. Enginn hafi rætt við hana áður en nýi þátturinn með hennar heiti fór í loftið. Telur Hildur Helga ólíklegt að enginn hafi vitað að áður hafi verið gerðir þættir undir sama heiti.
Ryskingar verða í kjölfarið. Sunna svarar að Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri, hafi ákveðið nafnið á þessum fréttaþætti vorið 2022.
„Skynja má að Hildi Helgu finnist Sunnu skorta auðmýkt í tilsvörum.
„Hvernig væri nú bara að biðjast afsökunar á þessum nafnastuldi, frekar en að búa til einhverjar kjànalegar eftiráskýringar?“ spyr Hildur Helga Sunnu á þræðinum.
„Ert með derring eftir að hafa fengið kurteislega ábendingu,“ segir Hildur Helga.
Aðrir sem taka til máls koma ýmist Sunnu og Þóru til varnar eða spyrja Hildi Helgu hvort hún telji sig hafa einkaeyfi á heiti þáttarins.
„Ég skal ræða þetta mál við dagskrárstjóra Rásar 1, segir Þóra.
Gætu þau ummæli orðið aðdragandi sátta og þýðu.