Íslendingar farnir að klippa sjálfa sig

Verðbólgan hefur brugðið fæti fyrir margan landsmanninn síðustu daga. Æ algengara virðist að Íslendingar brasi nú við það sjálfir sem þeir greiddu áður fagmönnum fyrir að sinna.

Samstöðin þekkir til bíleigenda sem hafa síðustu vikur reynt að lagfæra meinsemdir bifreiða sinna í von um að spara pening sem annars færi í viðgerð á verkstæði.

Annað dæmi er hársnyrtiþjónusta. Íslendingar hafa alltaf verið þekktir fyrir sterka sjálfsbjargarviðleitni. Hefur nú færst í vöxt að landsmenn klippi sig sjálfir til að bregðast við dýrtíð og versnandi efnahag.

Það virðist sammerkt með bílaviðgerðum og hársnyrtingu að óbreyttur almenningur þreifar sig áfram með aðstoð youtube-myndbanda. Hægt er að horfa á myndbönd sem skýra lið fyrir lið hvernig skipta má um peru á vondum stað í bíl eða hvernig amatörar valda sem minnstum skaða á eigin hári!

Á facebook-síðu ASÍ – Vertu á verði, sem hverfist um verðlagseftirlit, má lesa reynslusögur fólks sem sjálft hefur nýverið brugðið á það ráð að klippa sig eftir að hafa áður farið á hársnyrtistofur.

Hákon Sveinsson er í hópi þeirra sem upplýsa að eftir mikið hik og enn meiri youtube yfirlegu hafi hann klippti sig sjálfur í fyrsta sinn.

„Hef aldrei verið ánægðari með hárið og á aldrei eftir að borga krónu fyrir klippingu framar,“ skrifar Hákon veggbrattur á vef ASÍ. Hársnyrtifólki kannski til lítillar gleði.

Rætt er á síðunni hvort það geti talist eðlilegt verð fyrir þjónustu að barnaklipping sem taki stutta stund kosti 7.000 krónur.

Hárgreiðslufólk bendir á virðisaukaskatt, tryggingargjald, tekjuskatt, útsvar, orlof, veikindadaga, leigu fyrir aðstöðu og fleira sem eigendur þurfi að standa skil á. Sem þó breytir ekki því að það rífur í pyngjuna að láta klippa sig sem kannski skýrir að hluta hárprúðra þessa dagana, að ekki sé minnst á skegg sem hrannast upp.

Í samhengi við kostnað matarinnkaupa mætti einnig benda á að ekki fari mjög háar fjárhæðir í klippingu, sem geti haft mikið um sjálfsmynd almennings að segja.

Myndin er af manni sem klippir sjálfan sig á youtube.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí