Í Austurríki, þar sem margir Íslendingar hafa verið á skíðum í vetrarfríi, hefur meðalhiti mælst í hæstu hæðum síðustu vikur.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir í samtali við Samstöðina að hitinn í Austurríki hafi verið 6,8 gráður ofan við meðallag í tvær vikur. Sjór er óvenju hlýr í vetur vestur af Gíbraltar og Marrakó. Það er talið skýra allavega að hluta þetta mikla frávik. Vart þarf að velkjast í vafa um að loftslagsbreytingar eru orsök þessara öfga.
En telur veðurfræðingurinn að við mörlandar von á sögulegum hlýindum síðar í vetur?
„Hitarnir sem víða geysa á jörðinni um þessar mundir ná ekki til okkar, hvað svo sem síðar verður,“ svarar Einar.
Í Austur-Asíu ríkir metkuldi í nyrstu héruðum Kína. Sunnan og austan til í Asíu fara hlýindi í sögubækur. Í Japan voru í gær slegin hitamet fyrir febrúar á 216 stöðum.
„Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt,“ segir Einar.
Myndinni deildi Örn Jónsson á facebook.