Íslendingar skíða í methita í vetrarfríinu – „Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt“

Í Austurríki, þar sem margir Íslendingar hafa verið á skíðum í vetrarfríi, hefur meðalhiti mælst í hæstu hæðum síðustu vikur.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir í samtali við Samstöðina að hitinn í Austurríki hafi verið 6,8 gráður ofan við meðallag í tvær vikur.  Sjór er óvenju hlýr í vetur vestur af Gíbraltar og Marrakó. Það er talið skýra allavega að hluta þetta mikla frávik. Vart þarf að velkjast í vafa um að loftslagsbreytingar eru orsök þessara öfga.

En telur veðurfræðingurinn að við mörlandar von á sögulegum hlýindum síðar í vetur?

„Hitarnir sem víða geysa á jörðinni um þessar mundir ná ekki til okkar, hvað svo sem síðar verður,“ svarar Einar.

Í Austur-Asíu ríkir metkuldi í nyrstu héruðum Kína. Sunnan og austan til í Asíu fara hlýindi í sögubækur. Í Japan voru í gær slegin hitamet fyrir febrúar á 216 stöðum.

„Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt,“ segir Einar.

Myndinni deildi Örn Jónsson á facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí