Sólarorka til bjargar mannkyni ekki vindmyllur

Út er komið nýtt hefti af The Economist sem er alfarið helgað sólarorku.

Tímaritið veltir upp spurningum sem eiga erindi fyrir íslenskt atvinnulíf og stjórnmálamenn. Fyrirætlanir um viðamikla vindorkugarða hér á landi gætu verið á algjörum villigötum miðað við það sem fram kemur í blaðinu, enda sé önnur tegund af orku málið.

„Sólarorka verður að öllum líkindum orðin stærst í rafmagnsframleiðslu allra jarðabúa fyrir árið 2035,“ segir The Economist.

Einar Sveinbjjörnsson veðurfræðingur er uppnuminn eftir lestur tímaritsins og segir að vöxturinn í uppsetningu á sólarsellum sé gríðarlegur og margfaldur umfram árlegar spár.

„Ef það er einhver aðgerð í baráttunni við loftslagsvána sem á eftir að valda straumhvörfum er það beislun sólarorkunnar,“ segir Einar sem eitt sinn fékk skammir þegar hann ýjaði að því í fréttatíma Rúv að loftslagsbreytingar af mannavöldum væru að stórskaða veðurkerfin og búsetuskilyrði komandi kynslóða.

Einar segir að stundum séu Íslendingar að eltast við nýja tækni og langsóttar kraftaverkaleiðir.

Running Tide kemur upp í hugann.

„Meira að segja hér, í landi sem á kappnóg af hagkvæmum orkugjöfum í vatnsafli og jarðvarma, gæti komið til þess að birtuorkan verði kostur sem ýmsir, ekki síst heimili eða minni aðilar munu skoða á næstu árum,“ segir Einar og minnist ekki einu sinni á vindorkugræðgina sem hefur borið hátt innan ríkisstjórnarinnar, þar sem margir óttast að ráðherrar og þingmenn ætli að hygla vildarvinum og þeim sem eiga pening til að gera brunauppkaup á landi sem kosti Ísland víðernin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí