Skattahækkun Bjarna umhverfinu dýr

Algjört hrun hefur orðið í sölu rafbíla á þessu ári. Mun fleiri dísel- og bensínknúðir bílar seldust fyrstu sex mánuði ársins en rafbílar og ræða bílinnflytjendur að íslensk stjórnvöld hafi „klúðrað orkuskiptunum“, eins og Egill Jóhannsson í Brimborg orðar það.

Árið 2023 seldust þúsundir farbíla, enda fylgdu þá skattaafslættir kaupum á umhverfisvænum bíl og þótti til mikils að vinna að hraða orkuskiptum, minnka losun í þágu komandi kynslóða en losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum er ein helsta ógn loftslagsmála.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í félagi við Guðlaug Þór Þórðarson loftslagsráðherra kom öllum á óvart við kynningu á fjárlagafrumvarpi þegar hann boðaði að hinum umhverfisvænu skattafríðindum yrði rift. Mun minni hvati er nú fyrir fólk að kaupa rafbíl enáður, enda eru þeir ekki ókeypis.

Mogginn segi frá hruninu á sölu rafbíla á forsíðu blaðsins í dag. Þar kemur fram að um 4.000 rafbílar voru skráðir 2023 en nú eru þeir 956.

Samdrátturinn nemur um 70 prósentum. Tölurnar koma frá Samgöngustofu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí