Algjört hrun hefur orðið í sölu rafbíla á þessu ári. Mun fleiri dísel- og bensínknúðir bílar seldust fyrstu sex mánuði ársins en rafbílar og ræða bílinnflytjendur að íslensk stjórnvöld hafi „klúðrað orkuskiptunum“, eins og Egill Jóhannsson í Brimborg orðar það.
Árið 2023 seldust þúsundir farbíla, enda fylgdu þá skattaafslættir kaupum á umhverfisvænum bíl og þótti til mikils að vinna að hraða orkuskiptum, minnka losun í þágu komandi kynslóða en losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum er ein helsta ógn loftslagsmála.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í félagi við Guðlaug Þór Þórðarson loftslagsráðherra kom öllum á óvart við kynningu á fjárlagafrumvarpi þegar hann boðaði að hinum umhverfisvænu skattafríðindum yrði rift. Mun minni hvati er nú fyrir fólk að kaupa rafbíl enáður, enda eru þeir ekki ókeypis.
Mogginn segi frá hruninu á sölu rafbíla á forsíðu blaðsins í dag. Þar kemur fram að um 4.000 rafbílar voru skráðir 2023 en nú eru þeir 956.
Samdrátturinn nemur um 70 prósentum. Tölurnar koma frá Samgöngustofu.