Veðurblíða er af skornum skammti þennan daginn með sama hætti og tíðin í nýliðnum janúar var ekkert sérstök samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar.
Hiti var víðast undir meðallagi og samgöngutruflanir urðu tíðar vegna ofankomu.
Þótt kalt væri á jörðu niðri var iðulega eldur í lofti. Ítrekaðar rafmagnstruflanir urðu vegna eldinga.
Tíðarfarið var því að vissu leyti sögulegt. Umhleypingasamt og meðalhiti í Reykjavík nálægt frostmarki.
Höfuðborgarbúar fengu 15 sólarstundir í mánuðinum. Akureyringar gátu baðað sig í nýárssólinni sem nemur rúmlega fimm klukkutímum.
Hæsti hiti mældist 14,1 stig á Sauðanesvita. Mest frost í mánuðinum var -24,9 stig á Sauðárkróki.
Úrkoma í Reykjavík mældist 92,7 mm. 15 alhvítir dagar í Reykjavík voru í janúar, þremur fleiri en að meðaltali 1991 til 2020.
Myndin af kortinu er tekin af vef Veðurstofu, vedur.is
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.