Lettar hvetja NATO ríkin til að taka upp herskyldu

Lettneski utanríkisráðherran hvetur NATO ríkin til að hefjast handa við að kveða fólk í heri ríkjanna. Lettar tóku á síðasta ári upp herskyldu að nýju, sem viðbragð við innrás Rússa í Úkraínu. 

Krisjanis Karins utanríkisráðherra Lettlands segir að upptaka herskyldu og herkvaðning myndi skipta verulegu máli þegar kemur að vörnum Evrópu gegn Rússum. Því fjölmennari lönd sem það myndu aðhafast, því meira máli myndi aðgerðin skipta. 

Karins lýsti þessari skoðun sinni á öryggisráðstefnu í Þýskalandi á dögunum og sagði að reynsla Letta væri góð. Þar í landi var herskylda afnumin fyrir tæpum tveimur áratugum. Ákvörðunin á síðasta ári er hluti af áætlun um að tvöfalda herafla landsins, bæði með atvinnuhermönnum og varaliðum, upp í 61 þúsund hermenn árið 2032. 

Stefnan væri sú að með herskyldunni byggi Lettland að hæfum, þjálfuðum og vel útbúnum varaliðs hermönnum. Með því væri stutt við atvinnuher landsins. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí