Ríkisútvarpið eyðir ekki frétt að kröfu Guðrúnar ráðherra

Ekki stendur til samkvæmt heimildum Samstöðvarinnar að Rúv eyði fyrri frétt sinni um að ráðamenn hér á landi hafi farið með rangfærslur um hvort Norðurlöndin hafi aðeins séð um að bjarga eigin ríkisborgurum frá Gaza.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fer fram á þetta.

Guðrún segir í yfirlýsingu að í kvöldfréttum í gær hafi fréttastofa Rúv greint frá því að Guðrún hafi farið með ósannindi varðandi málefni fólks á Gaza. „Sú fullyrðing RÚV er röng,“segir Guðrún og vísar til þess að síðan hún lét ónákvæm orð falla um flóttamenn hafi hún leiðrétt sig.

„Samt kýs RÚV að vitna í upphafleg orð mín en ekki í leiðrétta frétt,“ segir Guðrún.

„Við verðum að geta gert þá kröfu til Ríkisútvarpsins að fréttaflutningur þess sé áreiðanlegur og hlutlægur. Það á sérstaklega við í viðkvæmum málum eins og því sem hér ræðir. Mér þætti eðlilegt að Ríkisútvarpið fjarlægði þessa frétt og birti jafn áberandi leiðréttingu í sínum fréttatíma og á sínum vef þar sem þessi ranga fullyrðing er dregin til baka.“

Ekki stendur til að bregðast við kröfu Guðrúnar eftir því sem heimildir Samstöðvarinnar herma innan Ríkisútvarpsins.

Samstöðin hefur sent fréttastjóra Rúv formlega fyrirspurn um málið og bíður frekari upplýsinga.

Fágætt er ef ekki einsdæmi að ráðherrar krefjist þess að fréttum almannaútvarps um þá sjálfa sé eytt.

Sjá færslu ráðherrans hér: Facebook

Mynd: Ríkisútvarpið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí