Maraþon-málþóf á Samstöðinni um helgina – stefnt á Íslandsmet

Fjölmiðlar 24. jún 2025

Starfsfólk Samstöðvarinnar stefnir á Íslandsmet í beinni útsendingu á þjóðmálaþætti um helgina. Þátturinn byrjar með morgunsjónvarpi á laugardagsmorgun klukkan sjö, síðan tekur helgi-spjall við í beinni og síðan linnulaus dagskrá allan laugardaginn, fram á kvöld og yfir nóttina þar til morgunsjónvarp sunnudagsins tekur við, dagskrá fram yfir þáttinn Synir Egils í hádeginu og fram eftir sunnudeginum, allt þar til starfsfólki þrýtur örendið.

Hægt er nálgast þessa útsendingu á síðum Samstöðvarinnar á Facebook og youtube, á fm 89,1 á stórhöfuðborgarsvæðinu (þær útsendingar má einnig nálgast á Spilaranum), nr. 5 í fjarstýringu þeirra sem fá sjónvarpið sitt frá Símanum og seinna meir í öllum hlapvarpsveitum.

Tilefni þessarar útsendingar er áskriftarsöfnun sem Alþýðufélagið, eigandi Samstöðvarinnar stendur fyrir. Markmiðið er að fjölga áskrifendum um 300 hið minnsta til að tryggja áframhaldandi rekstur Samstöðvarinnar. Og ef fleiri gerast áskrifendur mun Samstöðin eflast enn og dafna.

Sem kunnugt er eru það áskrifendur sem knýja Samstöðina áfram, fólk sem leggur til 2.750 kr. á mánuði svo stöðin geti haldið áfram útsendingum, eflst og dafnað (sum borga meira). Ef þú vilt slást í hóp áskrifenda geturðu skráð þig hér: Áskrift

Þau sem vilja styðja við rekstur Samstöðvarinnar geta líka lagt inn á Alþýðufélagið, sem á og rekur Samstöðina: Alþýðufélagið – kennitala: 5508911669 – banki: 1161-15-201669

Samstöðin er rekin fyrir stuðning almennings, bæði hlustenda og áhorfenda sem hafa gerst áskrifendur og þeirra sem hafa styrkt Samstöðina með öðrum hætti. Og Samstöðin mun ekki lifa og enn síður geta vaxið nema með þessum stuðningi. Það er mat stjórnar Alþýðufélagsins að Samstöðin njóti mikils velvilja í samfélaginu og margt fólk sé tilbúið að leggja stöðinni lið, mun fleira en hefur þegar gerst áskrifandi. Maraþon-málþófinu er ætlað að minna það fólk á að gerast áskrifandi sem allra fyrst.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí