Belgískt póststarfsfólk fer í verkfall gegn niðurskurði og endurskipulagningu

Starfsfólk í belgíska póstinum Bpost hóf verkfallsaðgerðir í vikunni. Afgreiðslufólk hætti störfum síðasta mánudag, birgðastýring var stöðvuð á þriðjudag og flokkunarskrifstofur á miðvikudag.

Verkalýðsfélögin CGSP og CSC segja að fleiri verkföll séu fyrirhuguð næstu þrjár vikur. Nánast engin bréf bárust í Brussel eða frönskumælandi suðurhluta landsins.

Starfsfólk póstsins krefst vinnuverndar og er andvígt því að vinnuskilyrði þeirra verði endurskipulögð í stórum stíl. Niðurfelling ríkisstyrkja til dreifingar dagblaða gæti kostað allt að 2 þúsund störf og að endurskipulagningaráform Bpost sjálfs ógni 4 þúsund störfum.

Fyrirtækið, sem er í rúmlega 50 prósenta eigu belgíska ríkisins, sagði að fækkun í fjölda sendibréfa „kallar á meiri skilvirkni, samkeppnishæfni og sífellt betri hæfni á pakkaafhendingar markaðinum sem krefst þess að við þróumst sífellt hraðar“ og gaf í skyn að það muni þvinga starfsfólk í kapphlaup við Amazon um botninn.

Starfsfólk í einkavædda Póstinum Royal Mail í Bretlandi stendur frammi fyrir svipuðum árásum á laun, störf og kjör.

Mynd: Er frá verkfallsaðgerðum í vikunni

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí