Starfsfólk í belgíska póstinum Bpost hóf verkfallsaðgerðir í vikunni. Afgreiðslufólk hætti störfum síðasta mánudag, birgðastýring var stöðvuð á þriðjudag og flokkunarskrifstofur á miðvikudag.
Verkalýðsfélögin CGSP og CSC segja að fleiri verkföll séu fyrirhuguð næstu þrjár vikur. Nánast engin bréf bárust í Brussel eða frönskumælandi suðurhluta landsins.
Starfsfólk póstsins krefst vinnuverndar og er andvígt því að vinnuskilyrði þeirra verði endurskipulögð í stórum stíl. Niðurfelling ríkisstyrkja til dreifingar dagblaða gæti kostað allt að 2 þúsund störf og að endurskipulagningaráform Bpost sjálfs ógni 4 þúsund störfum.
Fyrirtækið, sem er í rúmlega 50 prósenta eigu belgíska ríkisins, sagði að fækkun í fjölda sendibréfa „kallar á meiri skilvirkni, samkeppnishæfni og sífellt betri hæfni á pakkaafhendingar markaðinum sem krefst þess að við þróumst sífellt hraðar“ og gaf í skyn að það muni þvinga starfsfólk í kapphlaup við Amazon um botninn.
Starfsfólk í einkavædda Póstinum Royal Mail í Bretlandi stendur frammi fyrir svipuðum árásum á laun, störf og kjör.
Mynd: Er frá verkfallsaðgerðum í vikunni